Skilmálar

Skilmálar vegna sölu á vefsíðu HiltonSpa.is

ALMENNT
Hilton Reykjavik Spa áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

GJALD:
Viðskiptavinurinn samþykkir að greiða að fullu gjald vegna þjónustu fyrirfram.

GREIÐSLA:
Þegar gjald hefur verið greitt er það óafturkræft nema til þess komi að þjónustan falli niður

ÞÁTTAKA:
Námskeiðshaldari áskilur sér rétt til þess að hætta við námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

TRÚNAÐUR:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

REGLUR Í NUDDI:
Nuddþegar skulu undantekningalust fara í sturtu áður en þeir þiggja nudd. Kynntu þér nána reglur Hilton Reykjavik Spa með því að smella hér.

HJARTANLEGA VELKOMIN:

Hugtakið spa er notað á heimsvísu um heilsulindir og heilsuræktarmiðstöðvar sem leggja áherslu á vatn og vellíðan.

Við leggjum áherslu á hreinlæti og biðjum því gesti um að:

- Þvo sér án sundfata áður en farið er í potta og gufur

- Þvo sér án sundfata fyrir og eftir eftir nudd, ef leiðin liggur í pottana, svo nuddolían mengi ekki vatnið

- Klæðast sundfötum á spa-svæðinu, ekki æfingafatnaði