Vörur

Yoga dýnur

YOGO FERÐADÝNUR

YOGO ferðayogadýnurnar hafa hlotið einróma lof fyrir það hvað þær eru fyrirferðalitlar en jafnframt notadrjúgar og mjúkar en stamar í notkun. Dýnurnar eru einfaldar, endingargóðar og framleiddar með gæði að leiðarljósi. Hver dýna er brotin saman þannigað hún verði sem fyrirferðarminnst sem gerir hana að frábærum ferðafélaga eða hentuga sem yfirdýnu í yogatímanum.

Þyngd 1kg - þykkt 1,5mm - stærð 61cm x 173cm - samanbrotin 30cm x 7,5cm x 11,5 cm

 

LIFORME YOGADÝNUR

Liforme

Liforme yogadýnurnar eru hannaðar af yoga iðkendum sem lögðu upp í þá vegferð að hanna og framleiða fullkomnustu yogadýnu sem völ er á. Dýnurnar eru með yogastöðu merkingum, svo kallað "AlignForMe" kerfi, sem hentar öllum líkamsbyggingum og eru gerðar úr "GripForMe" efni sem er að flestra mati stamasta hráefni í yogadýnur sem fáanlegt er í heiminum í dag. Dýnurnar eru því stamar við erfuðustu aðstæður, til dæmis þegar þær blotna í Hot Yoga, en gefa jafnframt mikinn stuðning, stöðugleika og mýkt.

Þyngd 1,6kg - stærð 180cm x 68cm - þykkt 2mm.

 

 

Comfort Zone

SKIN SCIENCE SOUL

Comfort Zone eru hágæða ítalskar snyrtivörur. Comfort Zone eru einungis fáanlegar á snyrtistofum. Hægt er að koma í meðferðir fyrir flestar húðgerðir og húðástand. Comfort Zone er með gríðarlega gott úrval af vörum til heimanotkunar sem henta flestum.

 

RENIGHT

Renight vörurnar frá [comfort zone] innihalda alla þá næringu sem húð þín þarfnast á nóttunni. Í línunni er tvær vörur, Renight cream og Renight oil. Olíuna má nota undir næturkremið eða eina og sér. Hefur andoxandi virkni og er alger vítamínsprengja fyrir húðina. 
Inniheldur meðal annars lífræn gojiber og lycopen úr tómötum. Sofðu rótt húð!