Námskeið 2020

Hilton Reykjavík Spa hafa iðulega í boði námskeið í líkamsrækt, heilsurækt, yoga og lífsstílsrækt svo fátt eitt sé nefnt.

Á námskeiðum okkar ábyrgjumst við faglega framsetningu, gott utanumhald og upplýsingaflæði.

Kennararnir eru fyrsta flokks og passa upp á að unnendur námskeiðanna fái jöfn tækifæri og jafnt aðhald.

Næstu námskeið:

  • Hópþjálfun - hefst 16.júní
  • 60 Plús - hefst 3. júní
  • 100 dagar - hefst 13. janúar

 

HÓPÞJÁLFUN

SPENNANDI LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA KOMAST Í GOTT FORM
4 vikna hópþjálfun.
Hefst þriðjuaginn 16.júní.

Tvær æfingar í viku, mælingar á tveggja vikna fresti og aðstoð við markmiðasetningu.
Markvissar æfingar, mikið aðhald, mikil hvatning.

Verð: 29.900 kr.
(5.900 kr. fyrir meðlimi)

Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum og kaffi á kaffistofu.

Þjálfari: Guðbjartur Ólafsson, íþrótta- og heilsufræðingur

NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.05–12.55
Hámark 6 einstaklingar í hóp.

ATH - Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu.
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090

 

60 PLÚS

STYRKUR, ÞOL, JAFNVÆGI OG SAMHÆFING
4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri.
Hefst miðvikudaginn 3. júní.

Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.

Verð: 29.900 kr.
(5.900 kr. fyrir meðlimi)

Innifalið: Aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar:
Guðbjartur Ólafsson og Agnes Þóra Árnadóttir.

TÍMAR KL. 13.00 ALLA DAGA
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal – frjáls mæting

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090

 

 

100 DAGAR

LEIÐIN AÐ BETRI LÍFSSTÍL
100 daga lífsstílsáskorun.
Hefst mánudaginn 13. janúar.
Mælingar á tveggja vikna fresti, ráðleggingar um mataræði (matardagbækur) og þrír fyrirlestrar. Leiðsögn í sal, aðhald og persónuleg aðstoð.

Verð: 109.900 kr.

Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu,
herðanudd í heitum pottum og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar: Guðbjartur Ólafsson, Agnes Þóra Árnadóttir og Þórunn Stefánsdóttir.

VIÐ VERÐLAUNUM GÓÐAN ÁRANGUR
1. verðlaun kvenna og 1. verðlaun karla:
6 mán. kort í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 186.000 kr.
Aukaverðlaun:
Nudd í Hilton Reykjavík Spa að verðmæti 13.900 kr.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 06.30
Mánudaga, miðvikudaga kl. 17:30 og föstudaga kl. 16:30

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090