Námskeið haustið 2019

Hilton Reykjavík Spa hafa iðulega í boði námskeið í líkamsrækt, heilsurækt, yoga og lífsstílsrækt svo fátt eitt sé nefnt.

Á námskeiðum okkar ábyrgjumst við faglega framsetningu, gott utanumhald og upplýsingaflæði.

Kennararnir eru fyrsta flokks og passa upp á að unnendur námskeiðanna fái jöfn tækifæri og jafnt aðhald.

Næstu námskeið:

  • Handstaða 101 - hefst 17. nóvember
  • Golfnámskeið - hreyfanleiki og styrkur - hefst 12. nóvember

HANDSTAÐA 101

Hvort sem þú sért að stíga þín allra fyrstu skref í þínu handstöðuferðalagi eða ef þú ert búin/nn að vera æfa hana reglulega, þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Handstöðunámskeiðið er 3 klukkustunda vinnustofa þar sem farið verður vel í grunn og undirbúning fyrir handstöðu, rétta líkamsbeitingu og styrkjandi æfingar til þess að ná betri tökum á þessari krefjandi stöðu.
Einnig verða kenndar ýmsar aðferðir og tækni sem hægt er að nýta sér til þess að fullkomna stöðuna og byggja upp meiri styrk. Allir eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir. Kennt verður eftir getustigi hvers og eins.

Verð: 12.900 kr.
(8.900 kr. fyrir meðlimi)

Þjálfarar

Sólrún María er 26 ára jógakennari sem hefur verið að kenna í um 4 ár. Hún er með 200 RYT kennsluréttindi í vinyasaflæði frá Bryce yoga school og 300 RYT kennsluréttindi frá Beyond Bryce. Hún hefur einnig lagt hönd á 50 klukkustunda aerial jóga nám hjá YogaBody. Hún hefur haft ástríðu fyrir krefjandi jógastöðum síðan hún byrjaði að stunda yoga fyrir um það bil 9 árum síðan.

Ísabella Ósk Másdóttir er 24 ára jógakennari sem lærði 200 tíma ashtanga/vinyasa flæði hjá Talia Sutra í LAIIC jógaskólanum. Undanfarin 2 ár hefur Ísabella einbeitt sérstaklega að handstöðum og handjafnvægisstöðum.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI: 17. nóvember kl. 12:00 - 15:00
Hámark 20 í hóp

Fyrir allar nánari upplýsingar og skráningar á námskeiðið, vinsamlegast hringið í síma 444-5090, sendið tölvupóst á spa@hiltonreykjavikspa.is eða kíkið til okkar í móttökuna.


GOLFNÁMSKEIÐ - HREYFING & STYRKUR

Námskeiðið hugsað fyrir almenna kylfinga. Hentar flestum óháð fyrri þjálfun og aldri.

Steinn B Gunnarsson er þjálfari námskeiðisinsHreyfanleiki og styrkur - Sérstök áhersla verður lögð á alhliða styrktaræfingar á námskeiðinu auk þess að vinna með hreyfanleika um axlir, efra bak og mjaðmir sem allt eru gríðarlega mikilvæg svæði fyrir kylfinga til að geta beitt sér rétt í sveiflunni, bætt árangur og takmarkað líkur á golftengdum álagsmeiðslum.

Verð: 49.900 kr.
(19.900 kr. fyrir meðlimi)

Þjálfari

Steinn B. Gunnarsson er með B.Sc. gráðu í íþróttafræði og meistaragráðu (M.Sc.) í Íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í
Reykjavík. Í náminu lagði Steinn sérstaka áherslu á golfrannsóknir og golfþjálfun og hefur unnið að fjölda
rannsóknarverkefna tengdum golfþjálfun og líkamlegum þáttum kylfinga. Steinn hefur einnig aðstoðað íslenska
atvinnu- og landsliðskylfinga við líkamsþjálfunarþáttinn. Steinn er með Plane Truth golfkennsluréttindi og kennir golf hjá Nesklúbbnum auk þess að sjá um golfþjálfun barna og unglinga hjá klúbbnum.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI
6 vikur (12 skipti) frá 12. nóv. til 19. des.
45 mínútur hver tími frá 12:00 - 12:45 þriðjudaga og fimmtudaga

Fyrir allar nánari upplýsingar og skráningar á námskeiðið, vinsamlegast hringið í síma 444-5090, sendið tölvupóst á spa@hiltonreykjavikspa.is eða kíkið til okkar í móttökuna.