Námskeið 2022

Hilton Reykjavík Spa hafa iðulega í boði námskeið í líkamsrækt, heilsurækt, yoga og lífsstílsrækt svo fátt eitt sé nefnt.

Á námskeiðum okkar ábyrgjumst við faglega framsetningu, gott utanumhald og upplýsingaflæði.

Kennararnir eru fyrsta flokks og passa upp á að unnendur námskeiðanna fái jöfn tækifæri og jafnt aðhald.

Næstu námskeið:

  • Hópþjálfun 
  • 60 Plús 
  • Þol, Þrek & Þarmaflóran
  • Vinahópaþjálfun - hefst þegar þínum hópi hentar

 

HÓPÞJÁLFUN (4. október 2022)

SPENNANDI LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA KOMAST Í GOTT FORM
4 vikna hópþjálfun.

Tvær æfingar í viku, mælingar á tveggja vikna fresti og aðstoð við markmiðasetningu.

Markvissar æfingar, mikið aðhald, mikil hvatning.

Verð: 29.900 kr.
(5.900 kr. fyrir meðlimi)

Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfari: Óliver Örn Sverrisson, íþrótta- og heilsufræðingur

NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Hjá Óliver
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.10–13:00
Hámark 5 einstaklingar í hóp.

ATH - Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu.
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090


  

60 PLÚS

STYRKUR, ÞOL, JAFNVÆGI OG SAMHÆFING
4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri.

Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.

Verð: 26.900 kr.

Innifalið: Aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar:
Fjölnir Bjarnason, Agnes Þóra Árnadóttir og Óliver Örn Sverrisson.

Tvö námskeið í boði. Kl. 12:00 og kl. 13:00, alla daga.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal – frjáls mæting

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090


VINAHÓPAÞJÁLFUN

Sniðið að þínum vinahópi.
Við bjóðum uppá lyftingatíma, almenna þrektíma, styrk- og
liðleikatíma, yoga tíma, Yin yoga, Fit Pilates, æfingar í tækjasal og fleira.

Einnig stendur til boða fræðsla frá næringarfræðingi og næringarþjálfun. Við finnum þjálfara og tíma sem henta þínum vinahópi.

Lengd námskeiðsins fer eftir óskum hvers vinahóps. 

Innifalið: Ótakmarkaður aðgangur að líkamsrækt, spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar: Guðbjartur Ólafsson, Agnes Þóra Árnadóttir, Fjölnir Bjarnason og fleiri sem henta fyrir þinn hóp.

Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veitir Agnes Þóra á netfangið agnestha@icehotels.is og í síma 695-2308.

 


 

Þrek, Þol & Þarmaflóran (byrjar 5. sept 2022)

4 vikna námskeið.

Þol, þrek & þarmaflóran

Námskeiðið samanstendur af hóptímum 3 í viku (seinnipart eða morgun) á mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

 

Áhersla námskeiðsins er hreyfing, næring og streitulosun sem stuðlar að öflugri þarmaflóru en hún hefur mikil áhrif á starfsemi líkamans bæði hvað varðar sjúkdóma og þyngdarstjórnun. Lykillinn að heilbrigði er þarmaflóra sem samanstendur af bakteríum sem sjá til þess að líkaminn við starfi eftir bestu getu. Óheilbrigð þarmaflóra getur haft hamlandi áhrif á líkamsstarfsemi. Með réttri næringu fyrir þína þarmaflóru, hæfilegri og reglulegri hreyfingu sem og streitustjórnun getur þú öðlast þína bestu þarmaflóru og þannig stuðlað að vellíðan og unnið að þínum markmiðum varðandi heilsu og lífsstíl. Stöðin bíður uppá streitulosandi umhverfi til slökunar og hreyfingar. Andrúmsloftið í  stöðinni er létt og jákvætt og starfsfólk stöðvarinnar leggur sig fram við að láta fólki líða vel.

 

Innifalið í námskeiðinu eru 4 örfyrirlestrar sem fara fram í gegnum Teams. Fyrirlestrarnir eru eftirfarandi:

·        Hvað er þarmaflóran?  – Agnes Þóra, doktorsnemi í örverufræði og íþróttanæringarfræðingur

·        Svefn & heilsa – Alda, íþróttafræðingur með reynslu í svefnrannsóknum.

·        Næring & þarmaflóran - Agnes Þóra, doktorsnemi í örverufræði og íþróttanæringarfræðingur

·        Streitulosun - Alda, íþróttafræðingur með reynslu í svefnrannsóknum.

 

Með námskeiðinu fylgir rafræn bók með vikulegum verkefnum sem stuðla að bættri þarmaflóru.

Á námskeiðinu er boðið upp á ástandsmælingar á tveggja vikna fresti en hverjum og einum er frjálst að velja hvort hann kjósi að fara í slíka mælingu.

Hjá okkur starfa íþróttafræðingar og næringarfræðingur sem eru til staðar fyrir þig.

Gott getur verið að fá félaga með sér á námskeiðið. Það hefur sýnt sig að með félaga er fólk oft duglegra að mæta og endist lengur í breyttu lífsmynstri.

Verð: 29.900 kr.

Innifalið: Ótakmarkaður aðgangur að líkamsrækt, spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar: Fjölnir Bjarnason, Vikar Ísak Pétursson, Þórunn Stefánsdóttir, Bryndís Bolladóttir, Alda Ólína Arnardóttir.

Næringarfræðingur: Agnes Þóra Árnadóttir

NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 06.30
Mánudaga, kl. 17:00 Miðvikudaga, kl. 17:00 og Föstudaga, kl. 16:30

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090