ButtLift

Fjölbreyttir tímar þar sem áhersla er lögð á miðjuna.
Tíminn hefst á dýnamískum teygjum í upphitun og síðan eru framkvæmdar bæði standandi æfingar og gólfæfingar. Í þessum tíma eru engin hopp og hann hentar vel fyrir flesta. Rosalega góðir tímar til að styrkja kvið, bak og rass.
 
Kennari:

Agnes Þóra - einkaþjálfari Hilton Reykjavík SpaAgnes Þóra Árnadóttir
Agnes er íþróttanæringarfræðingur og styrktarþjálfari. Samhliða námi vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing æfingamiðstöð ólympíufara í Bandaríkjunum (Olympic training center) og sem stryktarþjálfari hjá National Strength and Conditioning Association. Agnes er með sérfræðiréttindi sem næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis.
Agnes hefur unnið hjá Hilton Reykjavík Spa frá útskrift og kennt þar fjölmarga líkamsræktartíma. Hún hefur þróað og stýrt lífsstílsnámskeiðum Hilton Reykjavik Spa sem hafa notið mikilla vinsælda. Agnes hefur áhuga á hópíþróttum, snjóbrettaiðkun ferðalögum og málefnum tengdum næringu.