HIIT

40 mínútna kraftmiklir tímar þar sem þol og styrktaræfingar eru unnar við mikið álag í stuttum lotum.  Notast er við líkamsþyngd, handlóð, ketilbjöllur, stangir ofl. í styrktar- og brennsluæfingum. Tímarnir henta öllum, þar sem hver og einn vinnur á sínum hraða.

Kennari:
Þórunn StefánsdóttirÞórunn Stefánsdóttir
Þórunn er útskrifaður einkaþjálfari frá ÍAK og hún er með kennarapróf í Fit Pilates. Hún er einnig með kennsluréttindi frá Les Mills í BODY PUMP, CXWORX, GRIT (Strength/Cardio/Plyo) og SH‘BAM ásamt því að hafa sótt Thai-fitnessboxingnámskeið og ketilbjöllunámskeið.
Þórunn hefur gríðarlegan áhuga á næringu og hefur sótt ýmis næringar- og bætiefnanámskeið, hún hefur aflað sér viðtækrar þekkingar í heimi grænmetis- og vegan og hefur sjálf verið grænmetisæta í 30 ár.