Hatha flow

Stuttir og skemmtilegir föstudagstímar þar sem hið hefðbundna form Hatha jóga er brotið upp og við kynnumst áhugaverðum vinklum á hinum ýmsu stöðum og hreyfingum. Í hverjum tíma eru teknar fyrir nokkrar lykilstöður, kennari sýnir ólíkar útfærslur þar sem við á og gefinn er góður tími fyrir hvern iðkanda að tengjast eigin líkama. Í kring um stöðurnar fléttast flæði, stundum sólarhyllingar með ólíkum áherslum og stundum hreyfiflæði sem stígur út fyrir ramma hefðbundinnar jógaiðkunar. Hver tími er ólíkur og iðkendur hvattir til að mæta með opinn huga.