Hlýtt yoga

Í þessum tímum er farið í gegnum Fit Flow Fly seríuna frá Bryce (Briohny & Dice). Serían er kennd í Thailandi við Absolute Yoga Academy sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims. Serían byggist upp á tveim sólarhyllingum sem leiða síðan inn í krefjandi flæði með áherslu á efri hluta líkamans. Hápunktur tímans er þegar reynt er við handjafnvægisstöðu dagsins. Því næst er farið í gegnum nokkrar miðsvæðis styrkjandi æfingar, bakbeygjur og endað á róandi teygjum. Í þessum tíma er mikið lagt upp úr því að byggja upp styrk með það að markmiði að skoða framandi handjafnvægisstöður og læra tæknina við að komast upp í handstöðu.

Unnið er skref fyrir skref samkvæmt getustigi allra iðkenda.

Tíminn er í hlýjum sal sem er ekki jafn heitur og í hot yoga.