Hlýtt yoga

Í þessum tímum er farið í gegnum Fit Flow Fly seríuna frá Bryce (Briohny & Dice). Serían er kennd í Thailandi við Absolute Yoga Academy sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims. Serían byggist upp á tveim sólarhyllingum sem leiða síðan inn í krefjandi flæði með áherslu á efri hluta líkamans. Hápunktur tímans er þegar reynt er við handjafnvægisstöðu dagsins. Því næst er farið í gegnum nokkrar miðsvæðis styrkjandi æfingar, bakbeygjur og endað á róandi teygjum. Í þessum tíma er mikið lagt upp úr því að byggja upp styrk með það að markmiði að skoða framandi handjafnvægisstöður og læra tæknina við að komast upp í handstöðu.

Unnið er skref fyrir skref samkvæmt getustigi allra iðkenda.

Tíminn er í hlýjum sal sem er ekki jafn heitur og í hot yoga.

Kennari:

Sólrún María ArnardóttirSólrún María Arnardóttir
Sólrún María Arnardóttir er útskrifaður jógakennari frá Absolute Yoga Academy (200hrs RYT) og frá Yogabody trapeze teachers college (50hrs RYT). Hún byrjaði að iðka jóga reglulega árið 2010 og hefur síðan þá farið tvisvar í kennaranám í yoga til þess að dýpka þekkingu sína. 
Sólrún kennir Hlýtt yoga þar sem farið er í gegnum Fit Flow Fly seríuna frá Bryce . Hún byggist á tveim sólarhyllingum sem leiða síðan inn í krefjandi flæði með áherslu á eftir hluta líkamans. Hápunktur tímans er þegar reynt er við handjafnvægisstöðu dagsins. Því næst er farið í gegnum nokkrar miðsvæðis styrkjandi æfingar, bakbeygjur og endað á róandi teygjum.

Dagsetning Dagar Tími Staðsetning Verð