Hot Foam Flex

Volgir tímar þar sem dýnamískar teygjur, rúllur og nuddboltar eru notaðir til að mýkja líkamann, flýta fyrir endurheimt og koma í veg fyrir álagsmeiðsli. Tíminn er frábær bæði með lyftingum og hlaupum. Einstaklega gott fyrir þá sem verða stífir eftir æfingar eða finna fyrir eymslum í baki, mjöðmum, hnjám og kálfum.
Rúllan hefur einnig þann eiginleika að vinna á appelsínuhúð.
 
Kennari:
 

Agnes Þóra - einkaþjálfari Hilton Reykjavík SpaAgnes Þóra Árnadóttir
Agnes er íþróttanæringarfræðingur og styrktarþjálfari. Samhliða námi vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing æfingamiðstöð ólympíufara í Bandaríkjunum (Olympic training center) og sem stryktarþjálfari hjá National Strength and Conditioning Association. Agnes er með sérfræðiréttindi sem næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis.
Agnes hefur unnið hjá Hilton Reykjavík Spa frá útskrift og kennt þar fjölmarga líkamsræktartíma. Hún hefur þróað og stýrt lífsstílsnámskeiðum Hilton Reykjavik Spa sem hafa notið mikilla vinsælda. Agnes hefur áhuga á hópíþróttum, snjóbrettaiðkun ferðalögum og málefnum tengdum næringu.