Stirðir Strákar

Fjölnir leiðir stirða einstaklinga sem nenna ekki að teygja einir í gegnum nokkrar vel valdar teygjur. Stirðleiki er oft sá líkamlegi þáttur sem er mest hamlandi fyrir daglegt líf. Það er því mjög mikilvægt fyrir alla að teygja. Konur eru líka velkomnar í tímann.