Hot Yoga Sculped

Orkumiklir tímar sem einkennast af þolvinnu og fitubrennslu. Öndun er í fyrirrúmi í lyftingum sem og yoga, og er því yoga með handlóðum skemmtileg og vinsæl samblanda. Ávinningurinn er brennsla, úthald, vöðvastyrkur og liðleiki.

Kennari:

Þórdís Lareau - DísaÞórdís Lareau (Dísa)
Dísa er með The Barkan Method U.S.A, stig II & III kennararéttindi í Hot Yoga, Absolute Yoga Thailand kennararéttindi í Hot Yoga, ásamt því að vera með danskennararéttindi. Hún hefur kennt yoga í sjö ár, þar af fimm ár hjá okkur. Dísa er einnig fagmenntaður ljósmyndari og listfræðinemi við HÍ.