Hertar reglur vegna COVIT-19 frá og með 31. júlí 2020

Hertar aðgerðir vegna Covit-19 31. júlí 2020

Kæru viðskiptavinir. Vegna nýrra ráðstafana yfirvalda hafa reglurnar verið hertar.
Við viljum minna alla á að fylgja 1 metra reglunni og það er skylda að þvo sér um hendurnar og spritta sig þegar að komið er í Hilton Reykjavik Spa. Við viljum minna á salernið frammi áður en gengið er inn í Hilton Reykjavík Spa og salernið á ganginum hjá salnum. Einnig er spritt víða um spaiið.
Fólk er hvatt til þess að vera með grímur en notkun grímu er skylda í öllum okkar nudd- og snyrtimeðferðum. Við viljum biðja fólk um að halda sig heima sýni það flensueinkenni og bíða með að koma til okkar 7 dögum eftir að komið er frá útlöndum. Grímur eru seldar í apótekum en við seljum einnig grímur á kostnaðarverði í móttökunni eða á kr 350.

Salur: Annað hvert þoltæki er lokað. Skylda að sótthreinsa öll tæki, handlóð, bjöllur og stangir sem eru notaðar. Allir eru hvattir til þess að koma með eigin vatnsbrúsa. Boðið verður uppá hanska fyrir þá sem að vilja en hafa skal hugfast að þeir koma ekki í staðinn fyrir handþvott.

Klefar: minnum á að halda tveggja metra reglunni í búningsklefum.
Pottasvæði: hámark þrír í hverjum potti, nuddarar bera grímur. Þetta verður vonandi stutt tímabil en sýnum hvort öðru tillitsemi og gefum sem flestum tækifæri á að njóta þess að fara í nudd í pottunum. Vinsamlegast gefið öðrum tíma í pottum og herðanuddi þegar að ykkar herðanudd er afstaðið. 
Nudd- og snyrtistofa: Meðferðaraðili og viðskiptavinur þurfa að bera grímu. Höldum fjarlægð á biðstofu.
Stöndum öll saman og fylgjum reglum sóttvarnarlæknis, tökum ábyrgð, sínum hvort öðru tillitsemi, þvoum okkur um hendurnar fyrir og eftir líkamsrækt, forðumst að snerta andlit, höldum fjarlægð og njótum þess að hreyfa okkur og slaka á í spainu.
 
Við erum öll almannavarnir.

 

Starfsfólk Hilton Reykjavik Spa