Vegna Covid-19

Fjögurra vikna samkomubann tók gildi í dag 16. mars kl. 00:01 og gildir til mánudagsins 13. apríl kl. 00:01.

Hilton Reykjavik spa fylgir í einu og öllu tilmælum frá yfirvöldum. Frá og með 16. mars hefur hámarksfjöldi í hóptímum er takmarkaður og skráning nauðsynleg auk þess sem að tryggt verði að a.m.k. 2 metrar séu á milli manna í öllum rýmum. Skráning verður sett fram hér á síðunni okkar. Sótthreinsun og hreinlæti er tekið föstum tökum sem aldrei fyrr.
Hreyfing, fæða og lífsstíll skipta máli nú sem áður til að styrkja ónæmiskerfið. Við hvetjum til virkni og reglusemi innan þess ramma sem þetta ástand veitir okkur.
Það er margt sem við get­um gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mik­il­vægt að við leggjum okk­ur öll fram við að draga úr út­breiðslu kórónuveirunnar COVID 19.
 
Mikilvægt að lesa:

A. m.k. 2 metra á milli manna.
Notaðu hanska í ræktinni.
Komdu með þitt eigið handklæði á dýnuna
Vertu með þinn eigin vatnsbrúsa.
Gættu að hreinlæti við notkun vatnshana.
Þvoðu þér oft og vel um hendur með sápu.
Notaðu sótthreinsispritt.
Forðastu að snerta augu, nef og munn með óhreinum höndum.
Ekki heilsast með faðmlagi eða handabandi.
Hóstaðu og hnerraðu í pappír eða í olnbogabót og þvoðu hendur á eftir.
Hreyfðu þig a.m.k. 30 mín. á dag og boðaðu hollt.
Ekki mæta í ræktina, snyrtingu eða nudd ef þú finnur fyrir einhverjum mögulegum einkennum, ert hóstandi eða kvefaður
Ekki mæta í ræktina ef þú átt að vera í sóttkví.
 
Við erum öll almannavarnir.

 

Við hjá Hilton Reykjavik Spa höfum eftirfarandi að leiðarljósi vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í samfélaginu vegna Covid-19 (Koronaveiru).

  • Við höfum gengið úr skugga um að allt starfsfólk hafi ekki dvalið í þeim löndum eða svæðum sem hafa orðið hvað verst úti á síðustu vikum (Ítalía, Kína, Kórea, Íran og fleiri) auk þess að veita fræðslu um helstu leiðir til þess að draga úr smiti.

  • Sótthreinsiþrif í stöðinni haf verið aukin og víða eru sótthreinsiklútar og handsprittsstandar eða flöskur.

  • Við biðlum til þeirra viðskiptavina sem hafa dvalist á fyrrgreindum svæðum að fylgja ráðleggingum Landlæknis og sækja ekki stöðina á þeim tíma.

  • Sprittstandar sem ætlaðir eru til handsótthreinsunar eru til staðar í stöðinni. Við bendum einnig á ráðleggingar Landlæknis um mikilvægi handþvottar.

  • Verum ábyrg - gott er að hafa á sér sitt eigið handspritt á æfingu.

  • Sótthreinsisprey og klútar eru til staðar í tækjasal og búningsklefum.

  • Dýnur í hóptímasölum á alltaf að þrífa eftir notkun en vegna Kórónuveirunnar mælum við með að dýnur séu einnig þrifnar fyrir notkun. Sótthreinsisprey og klútar eru til staðar í hóptímasölum. Við mælum með að hafa sína eigin dýnu meðferðis.

  • Sprittstöðvar eru ætlaðar fyrir hendur, þar sem spritt er illfáanlegt á landinu, vinsamlegast notið það ekki í annað. Við erum með sótthreinsisprey og klúta til þess að strjúka af snertiflötum og tækjum.

  • Sama gildir um snyrti- og nuddstofu okkar og biðjum við viðskiptavini um að fresta tímum ef viðkomandi telur sig vera í áhættuhópi eða fær upplýsingar þar um.

Við fylgjumst vel með tilmælum Landlæknis og munum endurmeta eftir því sem frekari upplýsingar berast. Landlæknisembættið hefur ekki gefið út fjöldasamkomutakmarkanir, t.d. hefur ekki verið hætt við fjölmenna íþrótta- og menningarviðburði.
Með kærleiks- og bjartsýniskveðjum.

Starfsfólk Hilton Reykjavik Spa