Vegna Covid-19

10. maí 2021.


Munum grímuskyldu,  einstaklingsbundnar sóttvarnir og virðum fjarlægðartakmarkanir.

Við viljum minna alla á að fylgja 2 metra reglunni og það er skylda að þvo sér um hendurnar og spritta sig þegar að komið er í Hilton Reykjavik Spa. Við viljum minna á salernið frammi áður en gengið er inn í Hilton Reykjavík Spa og salernið á ganginum hjá salnum. Einnig er spritt víða um heilsulindina.
 
Það er grímuskylda í öllum okkar nudd- og snyrtimeðferðum.  Eins biðjum við fólk um að halda sig heima sýni það flensueinkenni og bíða með að koma til okkar 7 dögum eftir að komið er frá útlöndum.
Grímur eru til dæmis seldar í apótekum en við seljum einnig grímur á kostnaðarverði í móttökunni eða á kr 350.


Við erum öll almannavarnir.

 

Starfsfólk Hilton Reykjavik Spa