Vörur

Yoga dýnur

YOGO FERÐADÝNUR

YOGO ferðayogadýnurnar hafa hlotið einróma lof fyrir það hvað þær eru fyrirferðalitlar en jafnframt notadrjúgar og mjúkar en stamar í notkun. Dýnurnar eru einfaldar, endingargóðar og framleiddar með gæði að leiðarljósi. Hver dýna er brotin saman þannigað hún verði sem fyrirferðarminnst sem gerir hana að frábærum ferðafélaga eða hentuga sem yfirdýnu í yogatímanum.

Þyngd 1kg - þykkt 1,5mm - stærð 61cm x 173cm - samanbrotin 30cm x 7,5cm x 11,5 cm

 

LIFORME YOGADÝNUR

Liforme

Liforme yogadýnurnar eru hannaðar af yoga iðkendum sem lögðu upp í þá vegferð að hanna og framleiða fullkomnustu yogadýnu sem völ er á. Dýnurnar eru með yogastöðu merkingum, svo kallað "AlignForMe" kerfi, sem hentar öllum líkamsbyggingum og eru gerðar úr "GripForMe" efni sem er að flestra mati stamasta hráefni í yogadýnur sem fáanlegt er í heiminum í dag. Dýnurnar eru því stamar við erfuðustu aðstæður, til dæmis þegar þær blotna í Hot Yoga, en gefa jafnframt mikinn stuðning, stöðugleika og mýkt.

Þyngd 1,6kg - stærð 180cm x 68cm - þykkt 2mm.

 

RapidLash

RapidRenew

Rapidrenew

 

RapidRenew er frábært kornakrem sem borið er á andlit og háls 2-3 sinnum í viku. RapidRenew hefur þau áhrif að húðin endurnýjar sig og verður mýkri, bjartari og fær unglegra yfirbragð á aðeins 14 dögum. RapidRenew formúlan er gædd þeim kosti að hún heldur áfram að vinna á húðinni og hreinsa hana eftir að kremið er skolað af. 

RapidRenew inniheldur Hexatein 5 sem er háþróuð blanda af magnesíumoxíð kristöllum, fjölpeptíð, alfa-hýdroxýsýru (lime pearl), bromelain ensími, natriumbikarbonat og A, C og E vítamínum.

 

RapidEye

Rapideye

RapidEye er mjög milt augnkrem sem bætir útlit augnsvæðisins og er borið á tvisvar sinnum á dag, kvölds og morgna. Á aðeins 60 dögum verður augnsvæðið sléttara, bjartara og unglegra. RapidEye hægir á öldrun augnsvæðisins, endurnærir, veitir húðinni raka og eflir útlit augnsvæðisins.

RapidEye inniheldur Hexatein 6 sem er háþróuð blanda af peptíð, natríum hýalúronat, A-vítamíni (retinol), koffíni, shea butter og rósmarínkjarna. Þessi blanda er ákaflega nærandi og rakagefandi og veitir húðinni í kringum augnsvæðið sléttara og bjartara útlit.

 

Academie snyrtivörur

 

Image result for academie cosmetics