Markmið námskeiðsins er að koma sér af stað eftir sumarið með reglulegri hreyfingu, næringarríku mataræði og öðrum þáttum sem stuðla að bættri heilsu.
Hilton Reykjavík Spa býður upp á huggulegt andrúmsloft til æfinga ásamt heilsulind með heitum pottum, saunu o.fl.
Námskeiðið er kennt þrisvar sinnum í viku í formi hóptíma á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hægt er að velja um morguntíma sem hefjast kl 06:15 (6:30 á föstudögum) eða tíma seinnipartinn kl 16:15 (16:30 á föstudögum).
Innifalið í námskeiðinu er:
Þrír hóptímar í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum
Prógramm og leiðsögn íþróttafræðings í tækjasal
Mælingar við upphaf og lok námskeiðs
Í boði er að senda inn vikulegar matardagbækur
Heilsulind, te og kaffi, handklæði við komu og 10% afsláttur af þeim nuddmeðferðum sem eru í boði á meðan námskeiði stendur.
Verð: 29.900 krónur (5.900 fyrir meðlimi) fyrir 4 vikna námskeið. Allir sem klára námskeið hjá okkur fá góð tilboð af mánaðarkortum í lok námskeiðs.
Lágmarksskráning er 5 svo námskeið sé haldið.
Nánari upplýsingar í síma 444-5090 eða á spa@hiltonreykjavikspa.is
Þann 2. september fer af stað 60+ námskeið hér á Hilton Reykjavík Spa.
Námskeiðið er byggt upp á skemmtilegum tímum sem eru sniðnir fyrir fólk 60 ára og eldri.
Áhersla er lögð á styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Þjálfar veita persónulega aðstoð og geta aðlagað æfingar að þörfum hvers og eins.
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og er kennt er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 11:00, 12:00 og 13:00*. Aðra daga vikunnar er velkomið að koma í salinn og fá prógramm hjá þjálfara.
Hilton Reykjavík Spa býður upp á huggulegt andrúmsloft til æfinga ásamt heilsulind með heitum pottum, saunu o.fl.
Innifalið í námskeiði er aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, handklæði við komu, kaffi á kaffistofu og 10% afslátt af þeim nuddmeðferðum sem eru í boði á meðan námskeiði stendur.
Í boði er að koma í mælingar við upphaf og lok námskeiðs.
Verð: 26.900kr
Nánari upplýsingar í síma 444-5090 eða á spa@hiltonreykjavikspa.is
*Lágmark 5 þurfa að skrá sig til þess að tímasetning haldi sér, annars er reynt að færa á aðra tíma
HIIT hádegi er nýtt námskeið sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Tíminn samanstendur af kraftmiklum þol- og styrktaræfingum sem unnar eru af hárri ákefð í stuttum lotum, hver tími er 40 mínútur. Notast er við líkamsþyngd, handlóð, ketilbjöllur, stangir o.fl. Hver og einn vinnur á sínum hraða og hentar því námskeiðið öllum.
Námskeiðið fer fram þrisvar sinum í viku er kennt í formi hóptíma. Tímarnir fara fram í hádeginu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 12:10 – 12:50.
Innifalið í námskeiði er aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, handklæði við komu, kaffi á kaffistofu og 10% afslátt af þeim nuddmeðferðum sem eru í boði á meðan námskeiði stendur.
Í boði er að koma í mælingar við upphaf og lok námskeiðs
Lágmarksskráning er 5 svo námskeið sé haldið.
Verð: 23.900 kr (5.900 fyrir meðlimi)
Nánari upplýsingar í síma 444-5090 eða á spa@hiltonreykjavikspa.is
SPENNANDI LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA KOMAST Í GOTT FORM
4 vikna hópþjálfun fyrir þig og þinn hóp (4-6 manns).
Tvær æfingar í viku, mælingar á tveggja vikna fresti og aðstoð við markmiðasetningu.
Markvissar æfingar, mikið aðhald, mikil hvatning.
Verð: 29.900 kr.
(5.900 kr. fyrir meðlimi)
Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.
Þjálfarar:
Alda Ólína Arnarsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur - aldaoa@icehotels.is
Bjarki Reyr Tryggvason, íþrótta- og heilsufræðingur - bjarkirt@icehotels.is
Fjölnir Bjarnason, íþrótta- og heilsufræðingur - fjolnirb@icehotels.is
NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Tímasetningar ákveðnar eftir hentugleika og í samráði við þjálfara
ATH - Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu.
Skráning og nánari upplýsingar á aldaoa@icehotels.is og í síma 444 5090