Líkamsrækt

Hilton Reykjavík spa

Hilton Reykjavik Spa býður uppá frábæra aðstöðu til líkamsræktar og allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkamsrækt og heilsulind.



Gerast meðlimur

Innifalið í meðlimakortum okkar er aðgangur að líkamsræktarþjálfara í tækjasal sem útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn, kennir á tækin og aðstoðar eftir þörfum. Einnig eru fjölbreyttir hóptímar í boði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, aðgangur að heilsulindinni og heitu pottunum fyrir korthafa og handklæði við hverja komu. Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, gufa ásamt slökunarlaug. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, kaldur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu. Meðlimir fá 10% afslátt af nuddmeðferðum, gjafabréfum í nudd og á veitingastaðnum Vox.


Viðvera þjálfara í sal:
Mánudaga-föstudaga 06:00-18:00


Fjölbreytt námskeið

Við bjóðum uppá fjölbreytt námskeið sem henta öllum. Innifalið í námskeiðum er aðgangur að Hilton Reykjavík Spa og 10% afsláttur af nuddmeðferðum á meðan námskeiði stendur, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.


Stundaskrá og viðvera þjálfara

Hilton Reykjavík Spa býður upp á fjölbreytta opna tíma yfir daginn, þar sem hver og einn á að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.


Meðal annars er boðið upp á tíma sem þjálfa styrk og úthald, Pilates, Yoga, Zumba og margt fleira.


Viðvera þjálfara í sal:
Mánudaga-föstudaga 06:00-18:00