Vegna Covid-19

Kæru viðskiptavinir,
Líkamsrækt innan ramma sóttvarnarlaga opnar aftur 13. janúar nk.
 
Við höfum opnað snyrti- og nuddstofuna aftur. Frá og með fimmtudeginum 10. desember er viðskiptavinum sem eru með spa innfalið í meðferð heimilt að nýta sér heilsulindina okkar í 30 mínútur fyrir meðferð. Við lútum enn fjöldatakmörkunum  á spa svæði og einungis 12 manns geta verið á spa svæði í senn. Tveir í hverjum potti, þrír í flotlaug og þrír í gufu. Upphitun í pottum okkar fyrir gott nudd eða snyrtimeðferð er dásamlegt. 
 
Hótelgestir Hilton Reykjavik Nordica gestir sem hafa hug á að koma í spa þurfa að panta tíma í síma 444 50 90 eða i afgreiðslu spa. Fjölda- og tímatakmarkanir gilda í spa. 
 
Enn sem komið er, er líkamsræktin  lokuð og spa þ.e heitir pottar opið með takmörkunum og án pottanudds og fylgjum við þar reglum um fjarlægðarmörk í rýmum.
Vinsamlegast sendið óskir um tíma á spa@hiltonreykjavikspa.is og við höfum samband við ykkur símleiðs vegna frekari upplýsinga sé þess þörf.
 
 Við viljum minna alla á að fylgja 2 metra reglunni og það er skylda að þvo sér um hendurnar og spritta sig þegar að komið er í Hilton Reykjavik Spa. Við viljum minna á salernið frammi áður en gengið er inn í Hilton Reykjavík Spa og salernið á ganginum hjá salnum. Einnig er spritt víða um heilsulindina.

Það er grímuskylda í öllum okkar nudd- og snyrtimeðferðum.  Eins biðjum við fólk um að halda sig heima sýni það flensueinkenni og bíða með að koma til okkar 7 dögum eftir að komið er frá útlöndum.
Grímur eru til dæmis seldar í apótekum en við seljum einnig grímur á kostnaðarverði í móttökunni eða á kr 350.


Við erum öll almannavarnir.

 

Starfsfólk Hilton Reykjavik Spa