Námskeið

Hilton Reykjavík Spa hafa iðulega í boði námskeið í líkamsrækt, heilsurækt, yoga og lífsstílsrækt svo fátt eitt sé nefnt.

Á námskeiðum okkar ábyrgjumst við faglega framsetningu, gott utanumhald og upplýsingaflæði.

Kennararnir eru fyrsta flokks og passa upp á að unnendur námskeiðanna fái jöfn tækifæri og jafnt aðhald.

Næstu námskeið:

 • Heilsa og Hreysti (Byrjar 11. Mars)
 • Fit Pilates (Byrjar 12. Mars)
 • Hópþjálfun 
 • 60 Plús 
 • Vinahópaþjálfun - hefst þegar þínum hópi hentar

 

Heilsa og Hreysti

11. Mars - 10. Apríl (12 skipti)

Þann 11. Mars byrjar nýtt námskeið hjá okkur. Markmið þessa námskeiðs er að hjálpa fólki að koma hreyfingu inn í daglega rútínu sína og passa uppá mataræðið sem og aðra þætti sem stuðlað að bættri heilsu. Hilton Reykjavík Spa býður uppá huggulegt andrúmsloft til æfinga sem og heilsulind með heitum pottum, Saunu o.fl. Innifalið í námskeiðinu er :

 • 3 hóptímar í viku á mánudegi, miðvikudegi og föstudegi um morgun eða seinnipart (opnir tímar)
 • Prógramm og leiðsögn íþróttafræðings í tækjasal
 • Mælingar í byrjun og lok námskeiðs fyrir þá sem hafa áhuga
 • Matardagbækur vikulega fyrir þá sem hafa áhuga
 • Heilsulind, Te og Kaffi, handklæði við komu sem og 10% afsláttur af nuddum fylgir einnig
 • Allir sem klára námskeið hjá okkur fá svo góð tilboð af mánaðarkortum í lok námskeiðs

Verð : 34.900 krónur fyrir 4 vikna námskeið

Nánari upplýsingar í síma 444-5090 eða á fjolnirb@icehotels.is.

 

Fit Pilates (Byrjendanámskeið) 

12. Mars - 9. Apríl (8 skipti)

Fit Pilates þjálfar djúpvöðva líkamans , gefur langa og fallega vöðva, sléttari kvið, sterkara bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Á þessu námskeiði munum við styrkja vöðva líkamans og leggja áherslu á bak, kvið, mjaðmir, rass og lærvöðva. Við munum nota Pilates æfingabolta og dýnu í tímunum. Fit Pilates hentar öllum og við mælum hiklaust með því að prófa. 

Verð: 29.900 kr

Tímasetning : 12:00 - 12:50 á þriðjudögum og fimmtudögum

Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfari : Þórunn Stefánsdóttir

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090

 

HÓPÞJÁLFUN

SPENNANDI LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA KOMAST Í GOTT FORM
4 vikna hópþjálfun fyrir þig og þinn hóp (4-6 manns).

Tvær æfingar í viku, mælingar á tveggja vikna fresti og aðstoð við markmiðasetningu.

Markvissar æfingar, mikið aðhald, mikil hvatning.

Verð: 29.900 kr.
(5.900 kr. fyrir meðlimi)

Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfari: Bjarki Reyr Tryggvason, íþrótta- og heilsufræðingur

bjarkirt@icehotels.is

NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Tímasetningar ákveðnar eftir hentugleika og í samráði við þjálfara

ATH - Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu.
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090


  

60 PLÚS

STYRKUR, ÞOL, JAFNVÆGI OG SAMHÆFING
4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri.

Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.

Verð: 26.900 kr.

Innifalið: Aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar:
Fjölnir Bjarnason, Agnes Þóra Árnadóttir og Bjarki Reyr Tryggvason

Tvö námskeið í boði. Kl. 12:00 og kl. 13:00.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal – frjáls mæting

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090


VINAHÓPAÞJÁLFUN

Sniðið að þínum vinahópi.
Við bjóðum uppá lyftingatíma, almenna þrektíma, styrk- og
liðleikatíma, yoga tíma, Yin yoga, Fit Pilates, æfingar í tækjasal og fleira.

Einnig stendur til boða fræðsla frá næringarfræðingi og næringarþjálfun. Við finnum þjálfara og tíma sem henta þínum vinahópi.

Lengd námskeiðsins fer eftir óskum hvers vinahóps. 

Innifalið: Ótakmarkaður aðgangur að líkamsrækt, spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar: Guðbjartur Ólafsson, Agnes Þóra Árnadóttir, Fjölnir Bjarnason og fleiri sem henta fyrir þinn hóp.

Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veitir Fjölnir Bjarnason á netfangið fjolnirb@icehotels.is og í síma 867-2101