Námskeið

Hilton Reykjavík Spa hafa iðulega í boði námskeið í líkamsrækt, heilsurækt, yoga og lífsstílsrækt svo fátt eitt sé nefnt.

Á námskeiðum okkar ábyrgjumst við faglega framsetningu, gott utanumhald og upplýsingaflæði.

 

HÓPÞJÁLFUN

SPENNANDI LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VILJA KOMAST Í GOTT FORM
4 vikna hópþjálfun fyrir þig og þinn hóp (4-6 manns).

Tvær æfingar í viku, mælingar á tveggja vikna fresti og aðstoð við markmiðasetningu.

Markvissar æfingar, mikið aðhald, mikil hvatning.

Verð: 29.900 kr.
(5.900 kr. fyrir meðlimi)

Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfari: Bjarki Reyr Tryggvason, íþrótta- og heilsufræðingur

bjarkirt@icehotels.is

NÁMSKEIÐ Í BOÐI:
Tímasetningar ákveðnar eftir hentugleika og í samráði við þjálfara

ATH - Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu.
Skráning og nánari upplýsingar á aldaoa@icehotels.is og í síma 444 5090


  

60 PLÚS - Byrjar 2. sept 2024

STYRKUR, ÞOL, JAFNVÆGI OG SAMHÆFING
4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri.

Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.

Verð: 26.900 kr.

Innifalið: Aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar:
Fjölnir Bjarnason, Agnes Þóra Árnadóttir og Bjarki Reyr Tryggvason

Tvö námskeið í boði. Kl. 12:00 og kl. 13:00.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal – frjáls mæting

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090


VINAHÓPAÞJÁLFUN

Sniðið að þínum vinahópi.
Við bjóðum uppá lyftingatíma, almenna þrektíma, styrk- og
liðleikatíma, yoga tíma, Yin yoga, Fit Pilates, æfingar í tækjasal og fleira.

Einnig stendur til boða fræðsla frá næringarfræðingi og næringarþjálfun. Við finnum þjálfara og tíma sem henta þínum vinahópi.

Lengd námskeiðsins fer eftir óskum hvers vinahóps. 

Innifalið: Ótakmarkaður aðgangur að líkamsrækt, spa, handklæði við komu og kaffi á kaffistofu.

Þjálfarar: Guðbjartur Ólafsson, Agnes Þóra Árnadóttir, Fjölnir Bjarnason og fleiri sem henta fyrir þinn hóp.

Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veitir Fjölnir Bjarnason á netfangið fjolnirb@icehotels.is