Gjafabréf Hilton Reykjavík Spa.

Hilton Reykjavík Spa hefur að bjóða fjölda glæsilegra gjafabréfa sem henta vel til allra tækifæra.

Nú er tími brúðkaupa og útskrifta. Hilton Reykjavík Spa hefur tekið til nokkur góð gjafabréf sem munu slá í gegn sem brúðkaups- eða útskriftargjöf.

Hægt er að kaupa öll okkar gjafabréf á vefnum og einnig í móttökunni hjá okkur. Ef gjafabréfin eru keypt hjá okkur prentum við þau út og setjum í fallegt umslag.

Smelltu hér til að skoða okkar vinsælustu útskriftar gjafabréf

Smelltu hér til að skoða öll gjafabréf Hilton Reykjavík Spa.


 

Nudd og andlitsbað á Hilton Reykjavík Spa - 22.800 kr.

Dekrað við allan líkamann. Slakandi andlitsmeðferð sem hreinsar og endurnærir húðina. Andlitið er yfirborðs -og djúphreinsað. Andlit og herðar eru nuddaðar. Krem og maski borinn á eftir húðgerð. Augnbrúnaplokkun er innifalin. Klassískt vöðvanudd þar sem leitast er við að mýkja vöðva, örva blóðrás og sogæðavökva.
Smelltu hér til að kaupa gjafabréfið á netinu.

 

Brúðhjóna- og paradekur - 49.300kr.

Lúxus dekur fyrir brúðhjónin. Steinanudd er ein af sérmeðferðum Hilton Reykjavik Spa og er leið til djúprar slökunar. Notaðir eru upphitaðir, mjúkir, íslenskir steinar og kaldur, hvítur marmari. Steinunum er nuddað mjúklega um líkamann um leið og olían er borin á. Steinanuddið örvar blóðrásina og efnaskiptin um leið og það dregur úr bólgum, spennu og verkjum. Sambland þrýstings, hita og kælingar gerir þessa meðferð afar áhrifaríka. Ásamt djúpri slökun verður húðin silkimjúk. Slakandi andlitsmeðferð fyrir parið sem hreinsar og endurnærir. Andlitið er yfirborðs- og djúphreinsað. Andlit og herðar eru nuddaðar. Krem og maski borinn á eftir húðgerð. Augabrúnaplokkun sé þess óskað.
Smelltu hér til að kaupa gjafabréfið á netinu.