Nudd & spa meðferðir

Heilsulind Hilton Reykjavik Spa býður upp á fjölbreyttar nuddmeðferðir og spa upplifun sem henta bæði körlum og konum.

Stakur aðgangur í Hilton Reykjavík Spa og líkamsrækt er 6.900 kr.   

Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, vatnsgufa og slökunarlaug. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, kaldur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu.  Aðgangur að staðnum lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

Við seljum léttvín og bjór og heimilum neyslu þess á útisvæði og í forrými. Áfengi er ekki heimilt á innisvæði spa. 

Vinsamlegast kynnið ykkur opnunartíma stöðvarinnar og hafið í huga að ekki gefst tími til að fara í Spa eftir síðustu meðferðir dagsins.

Jafnframt eru viðskiptavinir beðnir um að mæta tímanlega í bókaðar meðferðir þar sem seinkun getur haft í för með sér styttri meðferðartíma og þar með skerta meðferð.

Gestir athugið !

Heimsókn í Spa þarfnast bókunar. Við viljum að gestir njóti heimsóknarinnar og því er nauðsynlegt að takmarka fjölda í Spaið

Nuddarar hjá Hilton Reykjavik Spa eru með góða menntun og reynslu á sínu fagsviði. Nuddarar Hilton Reykjavik Spa eru af báðum kynjum. Hafir þú sérstakar óskir um karl- eða kvennuddara biðjum við þig vinsamlegast um að tilgreina það við bókun.

Innifalið í öllum nuddmeðferðum er aðgangur að heilsulind Hilton Reykjavik Spa. Við hvetjum fólk til að gefa sér góðan tíma í heilsulindinni fyrir meðferðirnar til að hámarka áhrifin.

Nuddþegar yngri en 18 ára verða að fá samþykki forráðamanns fyrir nuddmeðferð hjá okkur okkur og taka verður fram aldur einstaklings í bókun sé hann yngri en 18 ára.

Reglur í nuddi er hægt að nálgast hér.

Bóka nuddmeðferðir