Þjálfarar & kennarar

Þjálfarar í sal sem útbúa æfingaáætlun og fylgjast með þér

Innifalið í meðlimakortum okkar er aðgangur að líkamsræktarþjálfara í tækjasal sem útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn, kennir á tækin og aðstoðar eftir þörfum.

 

Þjálfarar í sal hjálpa þér að ná enn lengra

Þjálfarar okkar hjálpa þér að ná tilsettum markmiðum með því að hanna æfingaáætlun með þarfir þínar í huga og tryggja að æfingarnar séu rétt gerðar. Hvort sem þú vilt grenna þig, styrkja, auka liðleika, snerpu eða einfaldlega láta þér líða betur hjálpa þjálfararnir okkar þér að ná árangri og viðhalda áhuga. Þeir veita þér einnig ráðgjöf um mataræði sem hentar með þinni æfingaáætlun. Allir okkar einkaþjálfarar eru menntaðir í faginu og hafa áralanga reynslu að baki.

 

Einkaþjálfarar og þjálfarar í sal 


Patrick J. Chiarolanzio - Einkaþjálfari Hilton Reykjavík SpaPatrick J. Chiarolanzio

Netfang: patrickc(hjá)hiltonreykjavikspa.is
Sími: 692-1799
Deild: Einkaþjálfari og þjálfari í sal.
Patrick hefur stundað líkamsrækt í 25 ár og starfað sem einkaþjálfari síðan 1997. Hann hefur tekið þátt í vaxtarækt og varð Íslandsmeistari í þeirri grein árið 2001. Árið 2011 tók hann ákvörðun um að mennta sig sem markþjálfi og lauk því námi árið 2012, en hans áhersla er heilsumarkþjálfun. Hann hefur einnig mikla reynslu í því að þjálfa einstaklinga sem eiga við einhverskonar meiðsli að stríða og hefur tekist að aðstoða marga með áherslu á hollt mataræði og hreyfingu.


Agnes Þóra - einkaþjálfari Hilton Reykjavík SpaAgnes Þóra Árnadóttir

Netfang: agnestha(hjá)icehotels.is
Sími: 695-2308
Deild: Einkaþjálfari, næringarfræðingur og þjálfari í sal.

Agnes útskrifaðist árið 2013 með Ms. í íþróttanæringarfræði, þar á undan útskrifaðist hún með Bs. í næringarfræði með undirfag í hreyfingarfræði (kinesiology). Agnes er samþykktur næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis og með náminu vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing Ólympísku æfingarmiðstöðvarinnar í Colorado við næringarráðgjöf og verkefni fyrir æfingarmiðstöðina (Olympic Training Center). Samhliða náminu var hún einnig í starfsþjálfun hjá National Strength and Conditioning Association þar sem hún vann mikið með slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, fangavörðum, sérsveitinni, FBI og hermönnum. Sjálf stundaði Agnes bæði fótbolta og handbolta til ársins 2015.

Agnes leggur mikla áherslu á samspil næringu og þjálfunar og telur samspil þess undirstaða árangurs. Agnes tekur að sér bæði einstaklinga sem vilja ná betri heilsu,auka lífsgæði og afreksíþróttafólk.Sjálf hefur hún mikla reynslu af endurhæfingu eftir hnéaðgerðir sem nýtist henni í þjálfun.


Guðbjartur ÓlafssonGuðbjartur Ólafsson

Netfang: gudbjarturo(hjá)hiltonreykjavikspa.is
Sími: 615-1601
Deild: Einkaþjálfari og þjálfari í sal.

Bjartur útskrifaðist árið 2011 frá Háskóla Íslands með Bsc gráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hann er einnig menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og hefur lokið UEFA-B/KSÍ-B knattspyrnu þjálfara gráðu.

Hann hefur starfað í líkams- og heilsurækt síðan 2008 og sérhæfir sig í þjálfunaraðferðum sem stuðla að auknum hámarksstyrk og sprengikraft. Bjartur hefur náð góðum árangri með fólk sem glímir við stoðkerfis vandamál eða þarf að létta sig.

 

SHBSteinunn Helga

Netfang: steinunnhb@icehotels.is
Sími: 848-7971
Deild: Þjálfari í sal

Steinunn Helga er íþróttafræðingur að mennt. Hún lauk grunnnámi sínu frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2015 með áherslu á lýðheilsuvísindi og hefur auk þess sótt námskeið í einkaþjálfun. Frá útskrift hefur Steinunn tekið af sér ýmsar afleysingar í einka- og hópþjálfun auk þess að hafa sinnt þjálfun yngri flokka og eldri byrjenda í blaki samhliða námi sínu.

Steinunn æfir sjálf blak og er hluti af íslenska kvennalandsliðinu. Helstu áhugamál hennar snúa að hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl en auk þessa hefur hún mikinn áhuga á ferðalögum og framandi menningu.

Steinunn kennir ButtLift, Hot Foam Flex, Þrekhring og Tabata/Þrek.

 

 

Verðskrá

Verð er breytilegt eftir einkaþjálfurum. Mælt er með að haft sé beint samband við þann þjálfara sem óskað er eftir til að fá verð í sérstaka einkaþjálfun.

 

Einkatímar í jóga með Þóru Hlín, Dísu og Tínu

Nú er hægt að panta einkatíma í jóga með Þóru Hlín,  Dísu Lareau og Tínu.

Farið er yfir stöður, þær leiðréttar og komið til móts við einstaklinginn eftir því hvað hann vill, ef einhver spennuferli eru í líkama og aðstoða við að losa um þau í gegnum stöðurnar. Nemendur geta að lokum séð stóran mun á sinni praktís eftir einn einkatíma.

Innifalið: Aðgangur að heilsulind, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.

Verð: 11.900 kr. fyrir einn / 14.900 kr. fyrir tvo

 

Þórdís Lareau - DísaÞórdís Lareau (Dísa)
Dísa er með The Barkan Method U.S.A, stig II & III kennararéttindi í Hot Yoga, Absolute Yoga Thailand kennararéttindi í Hot Yoga, ásamt því að vera með danskennararéttindi. Hún hefur kennt yoga í sjö ár, þar af fimm ár hjá okkur. Dísa er einnig fagmenntaður ljósmyndari og listfræðinemi við HÍ.
Dísa kennir Hot Yoga Sculped, Heitar teygjur og Hot Yoga. - Skoða stundaskrá


Kristín - TínaKristín Guðbrandsdóttir (Tína)

Tína hefur lokið 240 tíma jógakennaranámi frá Jóga & blómadropaskóla Kristbjargar, skóla ljóss og friðar. Hún hefur auk þess sótt fjölda yoga námskeiða, þar á meðal Brahmani Yoga með Julie Martin, Astanga yoga og handstöðu vinnustofu með Örnu Björk og Vinasa yoga for youth með Lauren Scrouton og Ryan Leier. Hún hefur einnig kennt spinning tíma og starfar samhliða kennslunni sem gullsmiður.
Tína hefur brennandi áhuga á hjólreiðum, yoga, skíðum og lífrænum og heilnæmum lífsstíl.
Tína kennir Vinyasa Yoga, Hot teygjur og rúllur sem eru frábærir tímar fyrir alla sem vilja halda í eða auka liðleika, YinYoga og Body Toning - Skoða stundaskrá.


Þóra HlínÞóra Hlín Friðriksdóttir
Þóra Hlín hefur kennt yogatíma hjá Hilton reykjavík Spa síðastliðin sjö ár og hefur stundað yoga síðastliðin 18 ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur frá HÍ og yogakennari. Árið 2010 hóf hún kennaranám í Kundalini yoga hjá Guðrúnu Arnaldsdóttir og útskrifaðist 2011 með alþjóðleg Yoga Alliance kennsluréttindi frá Kundalini Research Institute. Í beinu framhaldi kviknaði löngun til að ferðast til Indlands og dýpka þekkingu enn frekar á jógafræðum samkvæmt Ashtanga hefðinni. Þóra Hlín dvaldi í borginni Mysore á suður Indlandi í þeim tilgangi að öðlast Ashtanga yogakennararéttindi og útskrifaðist þaðan í maí 2012 sem Ashtanga kennari.
Hún sækir auk þess reglulega í endurmenntun fyrir innblástur og dýpri þekkingu. M.a hjá. Emily Kuser, Ryan C. Leier. Ajay Kumar, Laruga Glacer, Petri Raisanen, Ra Lalita Dasi og Mark Robberds.
Þóra Hlín leiðir ljúfa en um leið krefjandi Vinyasa yogatíma og YogaCore með áherslu á kvið og bakvöðva. - Skoða stundaskrá.