Stundaskrá

Kennari















Tímar


























Agnes Þóra Árnadóttir

Agnes Þóra - einkaþjálfari Hilton Reykjavík SpaAgnes er íþróttanæringarfræðingur og styrktarþjálfari. Samhliða námi vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing æfingamiðstöð ólympíufara í Bandaríkjunum (Olympic training center) og sem stryktarþjálfari hjá National Strength and Conditioning Association. Agnes er með sérfræðiréttindi sem  næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis.
Agnes hefur unnið hjá Hilton Reykjavík Spa frá útskrift og kennt þar fjölmarga líkamsræktartíma. Hún hefur þróað og stýrt lífsstílsnámskeiðum Hilton Reykjavik Spa sem hafa notið mikilla vinsælda.  Agnes hefur áhuga á hópíþróttum, snjóbrettaiðkun ferðalögum og málefnum tengdum næringu.
Agnes kennir ButtLift, Hot Foam Flex, Þrekhring og Tabata/Þrek.

Agnes/Bjartur

Guðbjartur Ólafsson

Bjartur útskrifaðist árið 2011 frá Háskóla Íslands með Bsc gráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hann er einnig menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og hefur lokið UEFA-B/KSÍ-B knattspyrnu þjálfara gráðu.

Hann hefur starfað í líkams- og heilsurækt síðan 2008 og sérhæfir sig í þjálfunaraðferðum sem stuðla að auknum hámarksstyrk og sprengikraft. Bjartur hefur náð góðum árangri með fólk sem glímir við stoðkerfis vandamál eða þarf að létta sig.

 

 hefur stundað líkamsrækt í 33 ár og starfað sem einkaþjálfari síðan 1997. Hann hefur tekið þátt í vaxtarækt og varð Íslandsmeistari í þeirri grein árið 2001. Hann er menntaður markþjálfi síðan 2012, en hans áhersla er heilsumarkþjálfun. Hann hefur einnig mikla reynslu í því að þjálfa einstaklinga sem eiga við einhverskonar meiðsli að stríða og hefur tekist að aðstoða marga með áherslu á hollt mataræði og hreyfingu.

Patrick kennir Tabata/Þrek og Box/Þrek.

 

Agnes Þóra - einkaþjálfari Hilton Reykjavík Spa

 Agnes útskrifaðist árið 2013 með Ms. í íþróttanæringarfræði, þar á undan útskrifaðist hún með Bs. í næringarfræði með undirfag í hreyfingarfræði (kinesiology). Agnes er samþykktur næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis og með náminu vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing Ólympísku æfingarmiðstöðvarinnar í Colorado við næringarráðgjöf og verkefni fyrir æfingarmiðstöðina (Olympic Training Center). Samhliða náminu var hún einnig í starfsþjálfun hjá National Strength and Conditioning Association þar sem hún vann mikið með slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, fangavörðum, sérsveitinni, FBI og hermönnum. Sjálf stundaði Agnes bæði fótbolta og handbolta til ársins 2015.

Agnes leggur mikla áherslu á samspil næringu og þjálfunar og telur samspil þess undirstaða árangurs. Agnes tekur að sér bæði einstaklinga sem vilja ná betri heilsu, auka lífsgæði og afreksíþróttafólk. Sjálf hefur hún mikla reynslu af endurhæfingu eftir hnéaðgerðir sem nýtist henni í þjálfun.

Alda Ólína Arnarsdóttir

Alda er útskrifaður íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og ÍAK styrktarþjálfari frá keili. Hún er með mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu og er mikil íþróttakona. Hún er búin að vera æfa Crossfit síðustu ár en hefur spilað bæði blak og íshokkí á landsliðsleveli og þjálfað báðar íþróttir í fleiri ár og hefur mikla reynslu í þjálfun barna. Síðast var hún að þjálfa í líkamsræktarstöðinni Norður-Ak á Akureyri og er spennt að vera komin í hópinn á Hilton.

Blængur Sigurðsson

Blængur tók yogakennaranámið sitt hjá YogaWorks í New York árið 2014 og hefur kennt yoga síðan þá. Hann hefur áður kennt í Kramhúsinu en kennir núna yoga hjá Mjölni og í Sporthúsinu, bæði opna tíma og lokuð námskeið. Blængur kennir Yin Yoga á laugardögum

Guðbjartur Ólafsson

Guðbjartur ÓlafssonBjartur útskrifaðist árið 2011 frá Háskóla Íslands með Bsc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hann er einnig menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og hefur lokið UEFA-B/KSÍ-B knattspyrnuþjálfara gráðu. Sem stendur er Bjartur í mastersnámi í íþrótta- og heilsufræði.
Bjartur hefur starfað við líkams- og heilsurækt síðan 2008. Hann hefur einnig þjálfað meistaraflokk kvenna í ÍR og karlalið Léttis í knattspyrnu.
Bjartur kennir Styrkur og Afl og Styrkur í sal.

Þórunn Stefánsdóttir

Þórunn StefánsdóttirÞórunn er útskrifaður einkaþjálfari frá ÍAK og hún er með kennarapróf í Fit Pilates. Hún er einnig með kennsluréttindi frá Les Mills í BODY PUMP, CXWORX, GRIT (Strength/Cardio/Plyo) og SH‘BAM ásamt því að hafa sótt Thai-fitnessboxingnámskeið og ketilbjöllunámskeið.

Þórunn hefur gríðarlegan áhuga á næringu og hefur sótt ýmis næringar- og bætiefnanámskeið, hún hefur aflað sér viðtækrar þekkingar í heimi grænmetis- og vegan og hefur sjálf verið grænmetisæta í 30 ár.

Þórunn kennir Fit Pilates, Tabata/Þrek, HIIT og Hot Core ásamt því að starfa í móttökunni í Hilton Reykjavik Spa.