Tabata/Þrek

Alhliða þjálfun sem byggir á þolþjálfun og kraftþjálfun. Hámarksbrennsla þar sem þjálfarinn sér til þess að hver og einn taki vel á. Stuðst er við þrekhringi, lotuþjálfun, tabata og margt fleira.
Tabata er æfingakerfi þar sem byggist á 8 settum þar sem unnið er í 20 sekúndur og hvílt í 10 sekúndur.
 
Kennari:
Patrick J. Chiarolanzio - Einkaþjálfari Hilton Reykjavík SpaPatrick J. Chiarolanzio (Patti)
Patrick hefur stundað líkamsrækt í 33 ár og starfað sem einkaþjálfari síðan 1997. Hann hefur tekið þátt í vaxtarækt og varð Íslandsmeistari í þeirri grein árið 2001. Hann er menntaður markþjálfi síðan 2012, en hans áhersla er heilsumarkþjálfun. Hann hefur einnig mikla reynslu í því að þjálfa einstaklinga sem eiga við einhverskonar meiðsli að stríða og hefur tekist að aðstoða marga með áherslu á hollt mataræði og hreyfingu.