Styrkur og Afl

Tímar þar sem notast er meðal annars við ólympískar lyftingar til þess að auka styrk og sprengikraft. Þjálfun er með sama hætti og hjá íþróttafólki. Hentar flestum, hver og einn ræður sínum þyngdum. Áhersla er á neðri hluta líkamans á þriðjudögum og efri part líkamans á fimmtudögum. Öðruvísi tímar sem notið hafa mikilla vinsælda.
 
Kennari:
BjarturGuðbjartur Ólafsson (Bjartur)
Bjartur útskrifaðist árið 2011 frá Háskóla Íslands með Bsc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hann er einnig menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og hefur lokið UEFA-B/KSÍ-B knattspyrnuþjálfara gráðu. Sem stendur er Bjartur í mastersnámi í íþrótta- og heilsufræði.
Bjartur hefur starfað við líkams- og heilsurækt síðan 2008. Hann hefur einnig þjálfað meistaraflokk kvenna í ÍR og karlalið Léttis í knattspyrnu.