Spa og nuddmeðferðir

Heilsulind Hilton Reykjavik Spa býður upp á fjölbreyttar nuddmeðferðir og spa upplifun sem henta bæði körlum og konum.

Stakur aðgangur í Hilton Reykjavík Spa og líkamsrækt er 6.900 kr.   

Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, vatnsgufa og slökunarlaug. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, kaldur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu.  Aðgangur að staðnum lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

Við seljum léttvín og bjór og heimilum neyslu þess á útisvæði og í forrými. Áfengi er ekki heimilt á innisvæði spa. 

 

Vinsamlegast kynnið ykkur opnunartíma stöðvarinnar og hafið í huga að ekki gefst tími til að fara í Spa eftir síðustu meðferðir dagsins.

Jafnframt eru viðskiptavinir beðnir um að mæta tímanlega í bókaðar meðferðir þar sem seinkun getur haft í för með sér styttri meðferðartíma og þar með skerta meðferð.

Gestir athugið !

Heimsókn í Spa þarfnast bókunar. Við viljum að gestir njóti heimsóknarinnar og því er nauðsynlegt að takmarka fjölda í Spaið 

 

 

 

Til baka