Framfarir á dýnunni.

Hot yoga
Hot yoga

Margir velta fyrir sér hversu fljótt er hægt að sjá framfarir á dýnunni. Um leið og við hættum að hugsa um framfarir og einblínum á hversu mikið við fáum út úr því að mæta á dýnuna sjáum við framfarir. Betra er að finna öflugri leið til að upplifa stöðurnar heldur en að einblína á framfarir. Ég hugsa oft til þess sem einn af mínum kennurum sagði. - Að það væri mikilvægt að hugsa um stöðurnar sem heilunarstöður frekar en teygjur eða eitthvað annað. Reglubundin ástundun auðveldar mörgum að ná jafnvægi í ýmsum þáttum daglegs lífs.  Dagleg praktík og rútínan sem við förum í gegnum hefur það í för með sér að matarræði breytist og við bætum okkur á þeim sviðum sem við þurfum bæði huglægum og efnislegum átakalaust og ósjálfrátt

 Öflugasta ráðið sem við leiðbeinendur getum gefið er að hvetja til stöðugrar mætingar á dýnuna. 

Bakgrunnur og þjálfun Dísu Lareau í yoga á rætur að rekja frá Gosh yoga skólanum í Kalkútta og kennurum sem koma frá þeirri hefð. Aðferðin er Hatha yoga og er sérstaklega hönnuð fyrir upphitaðan sal með raka. Heilræði og ábendingar eiga því við um þessa ákveðnu hefð í yoga.