Hægist á brennslunni með aldrinum?

Styrktarþjálfun skiptir máli þegar við eldumst
Styrktarþjálfun skiptir máli þegar við eldumst

Í fyrsta lagi getur grunnorkuþörfin* minnkað.  Fólki hættir til að hreyfa sig minna með aldrinum og taka síður þátt í erfiðum æfingum og þar af leiðandi tapar það vöðvamassa. Vöðvamassi krefst mikillar orku og þegar við töpum vöðvamassa þurfum við ekki á jafn mikilli orku að halda og afleiðingin er að grunnorkuþörfin minnkar.

Börn og yngra fólk er oft mjög virkt og hreyfir sig oft mun meira yfir daginn en eldra fólk.  Ef þið hugsið um ykkur sjálf þegar þið voruð 19 ára, þá er mjög líklegt að 19 ára hafið þið hreyft ykkur meira í daglegu lífi en þið gerið í dag, sérstaklega ef þið vinnið við skrifstofustörf eða við aðra kyrrsetuvinnu. Þetta á vissulega ekki við um alla.

Hormónastarfsemi líkamans breytist lítillega með aldrinum, hjá bæði körlum og konum og getur það einnig haft áhrif á heildarorkuþörfina. Hægt er að sporna töluvert gegn minnkandi orkuþörf með reglulegri hreyfingu og virkum lífsstíl og þjálfun sem viðheldur vöðvamassa. Styrktarþjálfun skiptir því máli þegar við eldumst.

 

*Grunnorkuþörf er sú orka sem við þurfum til að viðhalda lífi. Hún er mæld við stofuhita, í algjörri hvíld og eftir að minnsta kosti 12 tíma föstu.

 

Höfundur er Agnes Þóra Árnadóttir, næringarfræðingur og þjálfari hjá Hilton Reykjavík Spa
M.S. íþróttafræði frá University of Colorado

 

Heimildir

fitnessformommies.net. (2009). Sótt frá http://fitnessformommies.net/wp-content/uploads/2009/04/article-1172810-049d090f000005dc-820_634x423.jpg

ronnadetrick.com. (2009). Sótt frá http://ronnadetrick.com/wp-content/uploads/2009/11/strongwoman.jpg

Safe4work.org. (2012). Sótt frá http://safe4work.org/wp-content/uploads/2012/07/73-year-old3.jpg

Sæmundsson, Ó. G. (2015). Orkubrennsla. Í Ó. G. Sæmundsson, Lífsþróttur (bls. 159-161). Seltjarnarnes: ÓS.