Foam Flex

Rúllur og boltar eru notaðir til þess að nudda vöðva, bandvef og sogæðakerfi. Rúllan eykur blóðflæði til vöðvana og aðstoðar þannig við endurheimt auk þess að aðstoða virkni sogæðakerfisins. Tíminn er frábær bæði með lyftingum og hlaupum. Einstaklega gott fyrir þá sem verða stífir eftir æfingar eða finna fyrir eymslum í baki, mjöðmum, hnjám og kálfum.