Yoga power flow

Hlýtt Jógaflæði í anda Vinyasajóga sem veitir útrás og jafnar orkuflæði líkamans. Styrkir alla helstu vöðvahópa líkamans, hvetur rennsli sogæðakerfis og styður undir öfluga lungnastarfsemi. Þátttakendur eru leiddir áfram í gegnum hvern tíma, áhersla á sólarhyllingu A og B ásamt öllum helstu stöðum frá Ashtanga jóga í flæði sem eflir líkamlegan styrk, jafnvægi og sveigjanleika. Í Power jóga er meiri brennsla en í flestum hefðbundnum tegundum jóga og getur því hjálpað til við þyngdartap. Power-Jóga veitir útrás, losar um spennu og streitu, veitir líkamlega vellíðan, kyrrar hugann og hentar öllum.