Yoga Vinyasaflæði

Veitir útrás og jafnar orkuflæði líkamans. Styrkir alla helstu vöðvahópa líkamans, hvetur rennsli sogæðakerfis og styður undir öfluga lungnastarfsemi. Þátttakendur eru leiddir áfram í gegnum hvern tíma, áhersla á sólarhyllingu A og B ásamt öllum helstu stöðum frá Ashtanga yoga í flæði sem eflir líkamlegan styrk, jafnvægi og sveigjanleika. 
Veitir útrás, líkamlega vellíðan og kyrran huga. 
Hentar öllum.

Kennari:

Þóra Hlín Friðriksdóttir

Þóra HlínÞóra Hlín hefur kennt yogatíma hjá Hilton reykjavík Spa síðastliðin sjö ár og hefur stundað yoga síðastliðin 18 ár. Hún er mentaður hjúkrunarfræðingur frá HÍ og  yogakennari. Árið 2010 hóf hún kennaranám í Kundalini yoga hjá Guðrúnu Arnaldsdóttir of útskrifaðist 2011 með alþjóðleg Yoga Alliance kennsluréttindi frá Kundalini Research Institute. Í beinu framhaldi kviknaði löngun til að ferðast til Indlands og dýpka þekkingu enn frekar á jógafræðum samkvæmt Ashtanga hefðinni. Þóra Hlín dvaldi í borginni Mysore á suður Indlandi í þeim tilgangi að öðlast Ashtanga yogakennararéttindi og útskrifaðist þaðan í maí 2012 sem Ashtanga kennari.

Hún sækir auk þess reglulega í endurmenntun fyrir innblástur og dýpri þekkingu. M.a hjá. Emily Kuser, Ryan C. Leier. Ajay Kumar, Laruga Glacer, Petri Raisanen, Ra Lalita Dasi og Mark Robberds.