Að setja sér markmið á mottunni

Oft býður kennarinn upp á að nemendur setji sér markmið í byrjun tímans. Markmiðið getur verið eitthvað huglægt eða líkamlegt.  Það getur í raun verið hvað sem er.

Ég fæ mikið úr því að setja markmið áður en ég byrja praktíkina, með þær leiðarlínur úr yoga sem tengjast því að sleppa (detachment). Eitthvað neikvætt, eða eitthvað sem ég einfaldlega þarf ekki á að halda. Til dæmis að losa við ákveðna hugsun, ávana eða væntingu. Að losna við væntingar og að búast ekki við neinni ákveðinni útkomu er t.d. stór þáttur í yoga.

Þetta finnst mér alltaf gagnlegt að hafa að leiðarljósi, einfaldlega vegna þess að það er svo mikið sem við höldum í sem við þurfum ekki á að halda, bæði huglægir og efnislegir hlutir. Þegar við sleppum því sem ekki er gagn af, þá skapar það rými fyrir eitthvað nýtt og hreinsar og einn besti staðurinn til að gera það er á mottunni.

-Einfalt og áhrifaríkt

 

Bakgrunnur og þjálfun Dísu Lareau í yoga á rætur að rekja frá Gosh yoga skólanum í Kalkútta og kennurum sem koma frá þeirri hefð. Aðferðin er Hatha yoga og er sérstaklega hönnuð fyrir upphitaðan sal með raka. Heilræði og ábendingar eiga því við um þessa ákveðnu hefð í yoga.