Stutt grein um Psoas vöðvann

Psoas vöðvinn
Psoas vöðvinn

Psoas vöðvinn er magnaður og mikilvægur. Hann er vel falinn vöðvi sem býr djúpt í kviðarholinu. Hlutfallslega er stærð hans svipuð og framhandleggur þinn, sem sagt stór og öflugur vöðvi sem enginn tekur eftir.

Psoas vöðvinn er í raun eini vöðvinn sem tengir saman efri hluta líkamans við þann neðri þar sem hann tengir sig við frá framanverðum lumbar hryggjarliðum djúpt í kviðarholinu, gengur yfir mjaðmirnar og tengir sig ofarlega á innanverðan lærlegg.

Psoas vöðvinn er svokallaður „stabilizer" vöðvi sem þýðir að hann styður við hryggsúluna og á þátt í að halda henni uppréttri og stöðugri. Hann sér líka um stjórnun á jafnvægi á móti þyngdaraflinu, tökum sem dæmi að ganga, þannig sér hann um að lyfta upp öðrum fætinum, flytja þyngdaraflið yfir á hinn fótinn.

Hjá flestum okkar er psoas vöðvinn of stuttur og stífur, vegna þess að við sitjum of mikið, sem veldur því að hann verður veikur.

Allar hreyfingar okkar koma út frá miðpunkti kjarnans, með það í huga hvet ég alla til að veita psoas vöðvanum meiri athygli með viðeigandi þjálfun, en við munum fara betur í það síðar.