Framkvæmdir á innisvæði heilsulindar

Vinsamlegast athugið að innisvæði heilsulindarinnar (pottar og vatnsgufur) verður lokað mánudaginn 24. september, þriðjudaginn 25. september og mánudaginn 1. október frá 9:30-16:00 vegna viðhalds. Pottarnir og saunan úti verða hins vegar opin á þessum tímum líkt og venja er. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar.